- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Mikil endurnýjun var í röðum bæjarfulltrúa frá síðasta kjörtímabili, þannig eru 6 nýir aðalbæjarfulltrúar og 8 varabæjarfulltrúar sem koma nýir inn.
Eins og áður hefur komið fram hafa Framsóknarflokkur, Samfylking og Bein leið myndað meirihluta en samanlagt fengu þau 7 fulltrúa kjörna. Hér er tengill í málefnasamning Beinnar leiðar, Framsóknarflokks og Samfylkingar sem gerður var 1. júní sl.
Kjartan Már Kjartansson var endurráðinn sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar kjörtímabilið sem nú stendur yfir en hann hefur setið sem bæjarstjóri frá árinu 2014.
Friðjón Einarsson fór yfir úrslit sveitarstjórnarkosninganna þar sem fram kom að á kjörskrá voru 14.638. Á kjörstað kusu 5.907 og utan kjörfundar kusu 1.042. Greidd atkvæði voru alls 6.949 eða 47,5%. Auðir og ógildir seðlar voru 166.
Atkvæðin féllu þannig:
B listi Framsóknarflokkur: 1.536 atkvæði og 3 bæjarfulltrúar
D listi Sjálfstæðisflokkur: 1.908 atkvæði og 3 bæjarfulltrúar
M listi Miðflokkur: 122 atkvæði
P listi Píratar og óháðir: 275 atkvæði
S listi Samfylking og óháðir: 1.500 atkvæði og 3 bæjarfulltrúar
U listi Umbót: 572 atkvæði og 1 bæjarfulltrúi
Y listi Bein leið: 870 atkvæði og 1 bæjarfulltrúi.
Forseti bæjarstjórnar var kjörin Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir frá Framsóknarflokki.
Í bæjarráði sitja 4 fulltrúar meirihluta og einn frá minnihluta auk áheyrnarfulltrúa.
Sjá má nánar kosningu í nefndir og ráð í fundargerðum.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös