Ný fuglaskoðunarhús við Fitjar

Ljósmynd: Daníel Örn Gunnarsson  |  Hönnun: JeES arkitektar
Ljósmynd: Daníel Örn Gunnarsson | Hönnun: JeES arkitektar

Á Fitjum í Ytri-Njarðvík hafa verið reist tvö fuglaskoðunarhús sem hafa vakið athygli fyrir fallega hönnun. Húsin eru hönnuð af JeES arkitektum sem staðsettir eru í Reykjanesbæ. Við val á staðsetningu og hvernig húsin ættu að snúa var leitað til Sölva Rúnars Vignissonar líffræðings við Þekkingarsetur Suðurnesja og Guðmund Falk fuglaljósmyndara í Reykjanesbæ. Þá fékk verkefnið styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2022.

Markmið fuglaskoðunarhúsanna er að skapa aðstöðu fyrir áhugafólk til að fylgjast með og mynda það fjölbreytta fuglalíf sem getur verið bæði á tjörnunum og í fjörunni á Fitjum. Þá er markmiði ekki síður að fegra umhverfið því ásýnd Fitjanna breytist töluvert með þessum fuglahúsum.

Við erum einstaklega ánægð með þessa framkvæmd sem og útkomuna. Reykjanesbær vill einnig þakka þeim verktökum sem komu að verkefninu,  en þeir eru: Húsagerðin, Smávélaleigan, Bergraf og Nesraf.

Það er von Reykjanesbæjar að áhugafólk um fuglaskoðun sem og aðrir kunni vel að meta þetta framtak og eigi eftir að njóta um ókomin ár.