- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Nýjar og uppfærðar strætóleiðir taka gildi í Reykjanesbæ þann 6. janúar 2020. Helstu breytingar eru þær að akstur byrjar fyrr og vagnar aka lengur virka daga. Þá verður ferðum á laugardögum fjölgað og reynsla gerð á sunnudagsakstri innanbæjarstrætó. ENGLISH below
Meðal stærstu breytingar sem gerðar verða á leiðakerfinu eru þær að leið R1 og R2 verða sameinaðar í leið R1, akstursleiðir uppfærðar, nokkrum stoppistöðvum bætt við og aðrar felldar út. Leið R3 verður áfram sjálfstæð en leið uppfærð og stoppistöðvum fjölgað.
Á virkum dögum hefst akstur fyrr eða kl. 7:00 og ekið verður lengur á daginn eða til kl. 23:00. Á laugardögum verður tíðni ferða aukin og akstri á sunnudögum bætt við.
Yfirlit yfir strætóleiðir og tímatöflur má sjá á www.strætó.is þegar nær dregur. Í framhaldi af breytingunum verður fylgst með notkuninni á innanbæjarstrætó með það að markmiði að betrumbæta kerfið enn frekar og auka nýtingu þess.
Allar ábendingar varðandi strætóleiðir Reykjanesbæjar eru vel þegnar og má senda í gegnum Ábendingagátt Reykjanesbæjar. Smella hér til að fara á Ábendingagátt
Sala strætókorta 2020 er hafin. Smella hér fyrir nánari upplýsingar
From 6 January a new bus schedule will be valid in Reykjanesbær. The main changes and most important information are these:
Zmiany na lokalnych trasach autobusowych w Reykjanesbæ będą obowiązywać od 6 stycznia 2020 r:
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)