- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Með tilkomu gagnavers Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ verður til fjöldi nýrra starfa í bæjarfélaginu. Undanfarið hafa birst auglýsingar þar sem auglýst er eftir fólki í öryggisþjónustu og eins til annarra starfa við gagnaverið.
Gagnaverið kom með skipi til landsins á laugardag og var unnið að uppskipun tækjabúnaðarins í Helguvík um helgina. Flutningabílar munu svo í dag flytja gámaeiningarnar frá Helguvík og að Ásbrú, þar sem gagnaverið verður sett saman í einu af gömlu vöruhúsum Varnarliðsins. Þar hefur verið unnið að breytingum á húsakosti til að setja upp gagnaver sem nýtir endurnýjanlega orkugjafa og Suðurnesjarokið verður notað til að kæla tækjabúnaðinn.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös