Í dag var tekin í notkun nýr ærslabelgur á Ásbrú en hann er staðsettur við enda fjallahjólabrautarinnar í brekkunni við Skógarbraut.

Reykjanesbær og Kadeco vilja óska íbúum til hamingju með nýja leikaðstöðu sem er liður í heilsueflandi sveitarfélagi og styður jafnt við íbúa sem og aðra gesti. Því er beint til allra sem mæta að ganga vel um og passa sig að fara ekki inn á belginn í skóm, hlaupahjólum eða öðru sem getur skemmt hann.

Ærslabelgurinn er opinn frá kl. 10:00 til 22:00. Nú er um að gera nýta tækifærið og hoppa saman í sumar.