Innskráningargluggi MittReykjanes.is
Innskráningargluggi MittReykjanes.is

Um áramótin urðu þær breytingar á innskráningu á þjónustuvefinn MittReykjanes.is að eingöngu er hægt að auðkenna sig  með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Auðkenning með kennitölu og lykilorði dettur út. Er þetta gert til að tryggja betur öryggi notenda. 

Þeir sem ekki geta nýtt rafræn skilríki, þar sem símaeign er skilyrði, geta sótt um Íslykil og fengið sendan í bréfpósti. Hér er hægt að panta Íslykil.