Nýr losunarstaður fyrir garðaúrgang í Reykjanesbæ

Reykjanesbær opnar nýjan losunarstað fyrir garðaúrgang mánudaginn 1. september.

Losunarstaðurinn er staðsettur að Berghólabraut 2, 230 Reykjanesbæ. Hann verður opinn allan sólarhringinn og gjaldfrjáls fyrir íbúa Reykjanesbæjar.

Móttakan verður rekin í samstarfi við Kölku sem mun annast umsjón svæðisins. Kalka sér jafnframt um endurvinnslu þess garðaúrgangs sem safnast saman.

Með tilkomu nýs losunarstaðar er lögð áhersla á að bæta þjónustu við íbúa og styðja við sjálfbæra og umhverfisvæna meðhöndlun garðaúrgangs.