Nýr vefur Ljósanætur í vinnslu

Frá setningarathöfn Ljósanætur 2018
Frá setningarathöfn Ljósanætur 2018

Í tilefni af 20 ára afmæli Ljósanætur verður ráðist í gerð nýrrar vefsíðu fyrir hátíðina og er hún nú í vinnslu. Þar til hún fer í loftið verður helstu upplýsingar um hátíðina að finna hér á vefsíðu Reykjanesbæjar.

Stefnt er að því að vefurinn fari í loftið 1. ágúst og þá verður hægt að skrá viðburði á síðuna  með sama hætti og verið hefur en allir þeir sem standa fyrir viðburðum þurfa sjálfir að skrá þá á vefinn. Þar eru þeir yfirfarnir og samþykktir til birtingar.

Á meðan beðið er eftir vefnum hefur sérstök lendingarsíða á slóðinni ljosanott.is verið sett upp sem þar sem helstu upplýsingar um hátíðina og dagskrá verður að finna auk ýmissa hagnýtra upplýsinga svo sem upplýsingar fyrir söluaðila og fleira slíkt. Nánari upplýsingar fyrir söluaðila má finna hér. 

Þeir sem hyggjast selja matvæli þurfa að hafa leyfi frá viðkomandi heilbrigðiseftirliti (leggja þarf fram gilt starfsleyfi heilbrigðiseftirlits sveitarfélags).  Umsóknareyðublað er að finna hér.

Tjöld/vagnar þurfa að uppfylla brunavarnir skv. leiðbeiningum um „Brunavarnir í samkomutjöldum 71.4 Br. 2“. Sjá nánar hér.

Fyrirspurnir má senda á ljosanott@ljosanott.is og einnig má hafa samband símleiðis við þjónustuver Reykjanesbæjar í s. 421-6700 sem vísar erindum áfram til réttra aðila.