- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Nýsköpunarþing í Reykjanesbæ – Fullnýting til framtíðar - verður haldið í Andrews leikhúsinu á Ásbrú fimmtudaginn 10. október frá kl. 17:00 – 19:00.
Yfirskrift þingsins er FULLNÝTING TIL FRAMTÍÐAR og leitað verður svara við því hvernig byggja megi virðisaukandi starfsemi ofan á frumframleiðslu eða grunnþjónustu og skapa þar með fjölbreyttari og betur launuð störf. Styrkleikarnir sem unnið verður með tengjast orku, iðnaði, sjávarfangi og samgöngumiðju. Fjallað verður um þau tækifæri á Reykjanesi sem byggja á styrkleikum svæðisins og áhersla lögð á 3 stoðir: Auðlindagarðinn, Keflavíkurflugvöll og tæknibyltingu í flutningum.
Annar hluti þingsins er Auðlindagarðsdagurinn sem Íslenski Jarðvarmaklasinn og Blái Demanturinn hafa tengt saman við Nýsköpunarþingið. Í anddyri Andrews verða t.d. settir upp básar í tengslum við hann. Þingið og Auðlindagarðsdagurinn er ákaflega metnaðarfullt verkefni sem snýr að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Horft er á allan skagann sem eitt atvinnusvæði með óteljandi möguleikum. Aðalatriðið á þessu þingi er að sýna þessar risa stoðir í atvinnulífinu á Reykjanesi; hvernig þær virka saman, hvaða gríðarlegu tækifærum við búum yfir og hvernig við förum að því að nýta þau á réttan hátt fyrir svæðið og landið allt.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)