Ódýrast í sund í Reykjanesbæ

Gaman í sundi í Vatnaveröld.
Gaman í sundi í Vatnaveröld.

Ódýrast er að fara í sund í Reykjanesbæ ef keyptur er stakur miði, eða 370 krónur. Hins vegar er stakur sundmiði  550 krónur þar sem hann er dýrastur samkv. könnuninni. Munurinn er því 180 krónur eða 49%.
Reykjanesbær var fyrst sveitarfélaga að bjóða öllum börnum á grunnskólaaldri frítt í sund en það var í janúar árið 2006.
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð og breytingar á gjaldskrám sundstaða hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins milli ára. Sveitarfélögin sem skoðuð voru hafa hækkað gjaldið á stökum miða í sund fyrir fullorðna um 4-23%. Árskort fullorðinna hefur hækkað hjá 11 sveitarfélögum af 15 um 3-23%. Aðeins Reykjavík, Reykjanesbær,  Árborg og Seltjarnarnes hafa ekki hækkað árskortið hjá sér. Hjá 10 sveitafélögum af 15 er greitt fyrir börn á grunnskólaaldri í sund.
Börn á grunnskólaaldri
10 sveitarfélög af 15 eru með barnagjald, hin eru með frítt fyrir börn. Af þessum 10 sveitarfélögum sem rukka fyrir börn í sund hafa sex hækkað verð á stakri ferð í sund á milli ára. Hæsta gjaldið fyrir eina staka sundferð er 260 kr. á Ísafirði en lægsta gjaldið er 110 kr. í Hafnarfirði sem er 150 kr., verðmunur eða 136%. Mest hefur gjaldið á stakri ferð hækkað í Kópavogi um 25% úr 120 kr. í 150 kr. og um 25% hjá Fljótsdalshéraði úr 200 kr. í 250 kr. Reykjanesbær, Árborg, Akranes, Skagafjörður og Vestmannaeyjar eru með frítt fyrir börn, í sumum tilvikum þó aðeins fyrir innanbæjarbörn.