Opin vinnustofa í gamla skólahúsinu í Höfnum

Skólinn er einkennismerki gamla skólahússins í Höfnum
Skólinn er einkennismerki gamla skólahússins í Höfnum

Listamennirnir Helgi Eyjólfsson og Valgerður Guðlaugsdóttir hafa fært vinnustofur sínar í gamla skólahúsið í Höfnum og munu hafa opna vinnustofu allan júlímánuð. Menningarfélagið í Höfnum heldur utan um starfsemina í skólahúsinu, sem nú er félagsheimili.

Vinnustofurnar verða opnar alla daga kl. 10:00 til 17:00 og verða litlir handverkshlutir og kaffi selt á staðnum. 

Hér má sjá sýnishorn af þeim handverks- og listmunum sem eru til sölu