Opinn dagur á Ásbrú á sumardaginn fyrsta

Hinn árlegi Opni dagur á Ásbrú á sumardaginn fyrsta. Verið velkomin að fagna sumrinu með okkur á Ásbrú í Reykjanesbæ.

 

Karnival 2012 -Opinn dagur á Ásbrú 19. apríl kl. 13:00-16:00
Kvikmyndaverið -Atlantic Studios

Karnival stemning og fjör fyrir alla fjölskylduna

 • Karnivalbásar með ýmsum skemmtilegum þrautum og fjöri
 • Hryllilega skemmtilegt draugahús
 • Hoppukastalar
 • Frí andlitsmálun
 • Pollapönk
 • Danssýningar frá Bryn Ballett
 • Klappstýruatriði frá Fimleikadeild Keflavíkur
 • Sölubásar með ýmsu góðgæti
 • Fornbílaklúbbur sýnir ameríska kagga
 • Bifhjólasamtökin Ernir sýna hjólin sín ásamt risatrukkum Akstursíþróttafélags Suðurnesja. Þá verða lögreglu-, sjúkra- og slökkviliðsbílar til sýnis

Karnival

Á tímum Varnarliðsins héldu íbúar árlegt KARNIVAL í fjáröflunarskyni. Íslendingar voru þá boðnir velkomnir í fjörið og gátu keypt amerískar vörur og tekið þátt í skemmtilegum karnivalleikjum. Nú höldum við Ásbrú-ingar KARNIVAL með sama sniði og bjóðum alla velkomna til að skemmta sér og sínum.

Keilir

Sannkölluð skólastemning -endalausir möguleikar

 • Geimferðastofnun NASA kynnir verkefni sín og sýnir geimbúning
 • Klassart leikur ljúfa tóna milli kl. 14 og 15
 • Prófaðu að lenda flugvél í glæsilegum flughermi
 • ÍAK einkaþjálfarar veita góð ráð og bjóða upp á hreyfigreiningar.
 • Keilir kynnir námsframboð í:
  • Flugakademíu
  • Tæknifræði
  • Íþróttaakademía
  • Háskólabrú

  Róbótar, efnafræðitilraunir, ballettsýning og úrval skemmtilegra atburða
  Kakó og köku í boði Skólamatar. Allir velkomnir að skoða húsakynni Keilis.

  NASA -Geimferðastofnun Bandaríkjanna

  Komdu og skoðaðu alvöru geimbúning.
  Fyrirlestur NASA kl. 13:00 í Keili.