Opnað fyrir heimsóknir í Skessuhelli

Skessan í hellinum
Skessan í hellinum

Þau góðu tíðindi hafa nú borist að lagfæringum í Skessuhelli er lokið en óveðrið um síðustu helgi lék hellinn og umhverfi hans grátt. Starfsmenn umhverfismiðstöðvar brugðust skjótt við og tóku til hendinni hjá Skessunni . Nú er allt orðið hreint og strokið hjá henni  svo að hún bíður nú spennt eftir heimsóknum í hellinn sinn.

Hellirinn er opinn alla daga frá kl. 10-17 nema þegar veður hamlar opnun.