Opnunarhátíð Stapaskóla

Jón Jónsson spilar og syngur fyrir gesti eins og honum er einum lagið.
Jón Jónsson spilar og syngur fyrir gesti eins og honum er einum lagið.

Á laugardaginn var haldin opnunarhátíð Stapaskóla þar sem gestum og gangandi var boðið að koma og skoða skólabygginguna. Dagurinn hófst á formlegum erindum og tónlistaratriðum þar sem nemendur Stapaskóla léku á hljóðfæri og sungu fyrir gesti. Helgi Arnarson fræðslustjóri hélt ávarp og Jón Jónsson tónlistarmaður lokaði dagskránni með miklum krafti.

Það var virkilega gaman að sjá allan þann fjölda gesta sem gerði sér dagamun og kom til að kynnast framsæknu skólastarfi Stapaskóla. Gestir gátu spurt kennara og stjórnendur út í kennslufræði og skólastarfið almennt ásamt því að ganga um skólann í fylgd arkitekta frá Arkís.

Skólastarf við Stapaskóla er framsækið með öflugt skólafólk sem er að stíga sín fyrstu skref í að skapa framúrskarandi skólastarf fyrir börn og ungmenni í hverfinu. Skólastarf sem býður upp á frelsi og sköpun í vinnu sem og verkefnaskilum. Teymisskennsla er höfð að leiðarljósi og má með sanni segja að í starfsmannahópnum ríki mikill kraftur og vilji til að skapa umhverfi þar sem vellíðan nemenda er höfð að leiðarljósi.

Við þökkum öllum sem komu fyrir áhugann og stuðninginn við vöfflusölu nemenda í 10. bekk.

Gróa Axelsdóttir
Skólastjóri