Opnunartími Sundmiðstöðvar lengist í sumar

Sund er hressandi.
Sund er hressandi.

Opnunartími Sundmiðstöðvar verður lengdur frá og með 1. júní. Með því er komið til móts við óskir íbúa um lengingu opnunartíma, svo njóta megi endurnæringar sundsins og vatnsins lengra fram eftir kvöldi  björtustu mánuði ársins. 

1. júní til 31. ágúst verður opnunartími sundmiðstöðvar sem hér segir:

  • Mánudaga til fimmtudaga kl. 6:30 - 22:00
  • Föstudaga kl. 6:30 - 20:00
  • Laugardaga og sunnudaga kl. 9:00 - 18:00

Sundlaugargestir hafa 15 mínútur eftir lokun til að yfirgefa sundmiðstöðina.

6. júní til 21. ágúst verður sundlaugin í Njarðvík lokuð, en opið í heita potta, gufu og æfingastöð Massa sem hér segir:

  • Mánudaga til föstudaga kl. 10:00 – 20:00