Orð eru til alls fyrst

Frá kynningu Orðaspjalls.
Frá kynningu Orðaspjalls.

Í haust stendur yfir innleiðing á Orðaspjallinu í öllum leikskólum Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis.  Orðaspjallið er kennsluaðferð sem miðar að því að efla og auka orðaforða barna á leikskólaaldri. Ýmis orð eru valin úr barnabókum og unnið með þau á fjölbreytan hátt.  Áhugasamir kennarar úr leikskólanum hafa setið á námskeiði til að undirbúa sig hjá Árdísi H. Jónsdóttur og Ingu Sif Stefánsdóttur.  Þær eru báðar leikskólakennarar í Tjarnarseli en þar hefur verið unnið með Orðaspjallið og kennsluaðferðin þróuð frá árinu 2009.

Að sögn Ingibjargar Bryndísar leikskólafulltrúa á fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar  er góður orðaforði ein af undirstöðum þess að ná árangri í lestri. Það er því ánægjulegt að geta boðið upp á þetta námskeið, fyrst allra sveitarfélaga, sem góða viðbót í það fjölbreytta og öfluga læsis umhverfi sem er í leikskólunum.