- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Starfsmenn Orkusölunnar, þeir Hafliði Ingason og Friðrik Valdimar Arnarson færðu Reykjanesbæ rafbílahleðslustöðina Stoppustuð í vikunni. Með því vill Orkusalan hvetja til aukinnar notkunar rafbíla.
Orkusalan er stór smásali í rafsölu um allt land, en fyrirtækið framleiðir, kaupir og selur rafmagn til heimila, stofnana og fyrirtækja. Á undanförnum vikum hafa þeir Hafliði og Friðrik ferðast um allt land til að færa öllum bæjarfélögum landsins, samtals 74, hleðslustöð fyrir rafbíla. Verkefnið kallar fyrirtækið „Rafbraut um Ísland.“
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)