Óskað eftir hugmyndum barna á Ljósanótt

Börnum og ungmennum gefst kostur á  að koma hugmyndum sínum varðandi dagskrá á Ljósanótt 2023 á framfæri. 

Á Ljósanótt er meðal annars boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir börn og ungmenni. Því hefur verið settur upp hugmyndakassi í Bókasafni Reykjanesbæjar þar sem börn og ungmenni geta sett hugmyndir sínar á blað og komið þeim til verkefnastjórnar Ljósanætur sem mun kappkosta að koma hugmyndum þeirra í framkvæmd. 

Ljósanótt verður haldin 31. ágúst - 3. september næst komandi. 

Við hvetjum öll til að fara með börn sín í Bókasafnið og taka þátt í hugmyndasöfnuninni sem stendur yfir til 8. ágúst.