Óskað eftir tilboðum í akstur á ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk

Akstursþjónusta fatlaðs fólks í Reykjanesbæ hefur verið í toppmálum.
Akstursþjónusta fatlaðs fólks í Reykjanesbæ hefur verið í toppmálum.

Ríkiskaup, fyrir hönd Reykjanesbæjar, óska eftir tilboðum í akstur á ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ.

Verkefnið felst í því að aka fötluðum einstaklingum með eða án hjólastóla eða annars hjálparbúnaðar í Reykjanesbæ á milli staða innan bæjarins, en jafnframt fá fatlaðir nemendur sem eru í þjónustu í skammtímavistun í sveitarfélaginu Garði, akstur þangað meðan á dvöl þeirra stendur. Akstursþjónustan er fyrst og fremst ætluð þeim sem sækja vinnu, þjálfun, njóta tómstunda eða nám (grunn- og framhaldsskólanám) í Reykjanesbæ og er almennt veitt innan tímaramma almenningssamgangna. Skilyrði fyrir ferðaþjónustu er að einstaklingur geti ekki nýtt sér almenningssamgöngur sökum fötlunar.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á Útboðsvef  Ríkiskaupa.