- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í uppsetningu og fullnaðarfrágang á tímabundnu húsnæði fyrir nýjan grunnskóla í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Húsnæðið verður á einni hæð og er flatarmál þess um 600 fm. Í húsnæðinu verða þrjár kennslustofur, matsalur og eldhús, kennarastofa og önnur stoðrými.
Miða skal við að auðvelt sé að fjarlægja húsnæðið og setja upp á öðrum stað þegar fyrirhugaðri notkun þess lýkur. Bjóðendur geta boðið mismunandi byggingaraðferðir. Húsnæðið skal standast þær sömu kröfur og almennt gildir um húsbyggingar á Íslandi. Verklok miðast við 15.ágúst 2017.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt til þeirra sem eftir þeim óska hjá umsjónaraðila. Fyrirspurnir skulu berast til Sveins Björnssonar á netfangið: sveinn.bjornsson@reykjanesbaer.is. Útboðsgögn verða afhent 6. apríl 2017 kl. 9:00 og skilafrestur útboðs er þann 19. apríl kl. 10:59. Nánari upplýsingar eru á utbodsvefur.is.
Umsjónaraðili útboðsins er: Umhverfissvið Reykjanesbæjar.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)