Óskað eftir tilnefningum til menningarverðlauna Reykjanesbæjar

Sossa Björnsdóttir listakona fékk menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2018. Hún sést hér taka við…
Sossa Björnsdóttir listakona fékk menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2018. Hún sést hér taka við verðlaunum úr höndum Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra.

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar óskar eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2019, Súlunnar. Tilnefningar þarf að senda fyrir 12. október á netfangið sulan@reykjanesbaer.is eða í Ráðhúsið, Tjarnargötu 12.

Tilnefna skal einstakling, hóp eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bæjarfélaginu. Rökstuðningur þarf að fylgja tilnefningu.

Upplýsingar um verðlaunahafa fyrri ára og nánari reglur má finna hér