Óskað eftir tilnefningum

Umhverfisviðurkenningar 2023 - óskað eftir tilnefningum.

Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga 2023. Íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar um þá einstaklinga, garða, götur, svæði, stofnanir, félagasamtök eða fyrirtæki, sem þeim finnst koma til greina.

Í ár verður lögð áhersla á fjölbreytta garða með náttúrulegu yfirbragði, nytjagarða til ætis í bland við snyrtilega og vel viðhaldna garða. Ár hvert er veitt viðurkenning fyrir vel uppgerð eldri hús og undanfarin ár hafa verið veitt viðurkenning fyrir framlag til umhverfis og samfélags. Íbúar eru hvattir til að senda inn tilnefningu á Betri Reykjanesbær, fyrir 15. ágúst.

Á kortavef Reykjanesbæjar (https://www.map.is/reykjanesbaer/) er hægt að sjá hverjir hafa hlotið umhverfisviðurkenningar frá árinu 2000. Íbúar eru hvattir til að senda inn upplýsingar um viðurkenningar fyrir þann tíma.

Umhverfisviðurkenningar verða afhent á Ljósanótt.

Senda inn tilnefningu  >