Óskað eftir tilnefningum um Ljósahús Reykjanesbæjar 2010

Hvert verður Ljósahúsið í ár?
Hvert verður Ljósahúsið í ár?

Reykjanesbær auglýsir að venju eftir tilnefningum frá bæjarbúum um Ljósahús Reykjanesbæjar 2010.
Hægt er að senda inn tilnefningu á ljosahus@reykjaensbaer.is eða hringja þær inn í þjónustuver Reykjanesbæjar í síma 421 6700 fram til 7. desember.

Viðurkenningar fyrir fallega skreytt hús og götur verða afhentar við hátíðlega viðhöfn í Duushúsum 9 desember kl. 17:00 og eru allir bæjarbúar velkomnir.

Ljósahúsin eru merkt inn á götukort sem verður aðgengilegt á jólavef bæjarins; reykjanesbaer.is/jol og því hægt að fara í sérstakan ljósarúnt í Reykjanesbæ en það hafa margir nýtt sér á aðventu m.a. mikill fjöldi gesta frá félagsmiðstöðvum eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu.

Verðlaunahafar í 1. - 3. sæti hljóta að launum gjafabréf frá Hitaveitu Suðurnesja fyrir orkunotkun að upphæð kr. 15.000, 20.000 og 30.000.