Öskudagshátíð í Reykjaneshöll

Alltaf gaman á öskudegi
Alltaf gaman á öskudegi

Miðvikudaginn 17. febrúar verður haldin Öskudagshátíð fyrir 1. - 6. bekk.

Hátíðin stendur yfir frá kl. 14:00 til kl. 16:00.
Nemendur mæti í Reykjaneshöll við Flugvallarveg.

Dagskráin verður með hefðbundnum hætti: "Kötturinn" sleginn úr tunnunni, hoppukastalar, leikir, dans, glens og grín.

Að hátíðinni stendur Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Foreldrar yngri barna eru beðnir um að taka virkan þátt í þessari skemmtun og aðstoða börnin. Ömmur og afar velkomin.