Rafn Markús Vilbergsson hefur verið ráðinn skólastjóri Heiðarskóla

Rafn Markús Vilbergsson skólastjóri Heiðarskóla
Rafn Markús Vilbergsson skólastjóri Heiðarskóla

Rafn Markús Vilbergsson hefur verið ráðinn skólastjóri Heiðarskóla. Rafn Markús lauk námi til B.Sc. gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og M.Ed. gráðu í stjórnunarfræði menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2014.

Rafn Markús hefur starfað í Njarðvíkurskóla frá árinu 2009 við góðan orðstír og verið í stjórnunarteymi skólans undanfarin fimm ár, bæði sem verkefnastjóri og deildarstjóri.

Rafn Markús tekur við skólastjórastarfinu af Haraldi Axel Einarssyni.