- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Rafn Markús Vilbergsson hefur verið ráðinn skólastjóri Njarðvíkurskóla. Rafn Markús lauk B.Sc. prófi í íþróttafræði með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008, M.Ed. í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2014 og hóf nám í opinberri stjórnsýslu við sama skóla árið 2023.
Rafn Markús hefur starfað í Njarðvíkurskóla frá árinu 2009, sem umsjónarkennari, deildarstjóri, verkefnastjóri, aðstoðarskólastjóri og starfar nú sem deildarstjóri eldra stigs.
Rafn Markús tekur við skólastjórastarfinu af Ásgerði Þorgeirsdóttur sem lætur af störfum í sumar eftir langan og farsælan feril í Njarðvíkurskóla.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)