Rafræn skilríki í símann þinn fimmtudaginn 27. nóv.

Rafræn skilríki í símann, í samvinnu Reykjanesbæjar, Auðkennis, Vodafone og Símans

Fimmtudaginn 27. nóvember, frá kl. 10:00 – 16:00, getur fólk komið í Bókasafn Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 og fengið SIM kort, í símann sinn, sem styður við rafræn skilríki. Á staðnum verður starfsfólk frá Auðkenni, sem virkjar skilríkin. Hægt er að setja rafræn skilríki í flestar tegundir farsíma, óháð aldri þeirra eða tegund.

Fulltrúar frá Símanum og Vodafone verða á staðnum til að skipta um SIM kort hjá sínum viðskiptavinum.

Útskipting korta hjá Tal fer fram rafrænt á netinu, fólki er bent á að sækja um á tal.is og Tal sendir kortin heim. https://www.tal.is/farsimi/rafraen-skilriki/

Nauðsynlegt er að hafa meðferðis gild persónuskilríki

Gild persónuskilríki eru t.d. ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini með mynd.

a.       Debet- og kreditkort eru ekki gild persónuskilríki.

b.      Ef mynd á ökuskírteini er mjög máð og óskýr, þá þarf viðkomandi að hafa vegabréf eða nafnskírteini með mynd meðferðis.

c.       Ef ekki sést á myndinni hver viðkomandi er, þá er ekki hægt að nota persónuskilríkið til vottunar.

Á vefsíðu audkenni.is eru upplýsingar um rafræn skilríki.