Rafrænar tilkynningar um breytingar á lögheimili og aðsetri um áramót

Húsin í bænum. Ljósmynd: OZZO
Húsin í bænum. Ljósmynd: OZZO

Frá og með næstu áramótum þurfa tilkynningar um skráningu lögheimila að berast með rafrænum hætti. Einnig er hægt að fara í starfsstöðvar Þjóðskrár Íslands í Reykjavík eða á Akureyri og tilkynna breytt lögheimili innan lands og aðsetur. Jafnframt fellur úr gildi heimild til að skila inn tilkynningum til sveitastjórna, lögreglu og sýslumanna.

Þann 1. janúar 2019 taka í gildi ný lög um lögheimili og aðsetur nr. 80/2018. Í 13. grein laganna kemur fram að breyting á lögheimili innan lands og aðsetri skuli gerð rafræn eða á starfsstöðvum Þjóðskrár Íslands. Það sé í samræmi við reglugerð sem ráðherra er heimilt að setja. Með breytingunum mun Þjóðskrá hætta að taka á móti tilkynningum um flutning frá sveitarfélögum landsins.

Einstaklingar þurfa að hafa Íslykil eða rafræn skilríki til að geta nýtt sér rafrænu leiðina.

Með því að smella á þennan tengil má panta Íslykil

Með því að smella á þennan tengil má fá upplýsingar um rafræn skilríki

Með því að smella á þennan tengil má lesa lögin