Rafrænir valfundir á Akri

Úr skólastarfi á Akri.
Úr skólastarfi á Akri.

Nú verður skrefið inn í 21. öldina stigið. Akur tekur nú upp rafræna valfundi og valtalningu. Fram að þessu hafa valfundir verið handskráðir og svo talið úr þeim inn í excelskjal, þeir svo verið prentaðir út og fengið að hanga á skilaboðatöflum fyrir framan kjarnana.

Nú munu valfundir vera skráðir í Ipada á sérstakt vefsvæði. Um hver mánaðamót munu fjölskyldur fá hlekk í tölvupósti sem geymir upplýsingar um val barnsins sl. mánuð.

Aðgengilegt og náttúruvænt.