- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Myndverkinn eru: Heiða við eldinn, lágmynd í stærðinni 160x270 sm, eftir Hulda Hákon og olíumálverk eftir Jóhannes Kjarval, í stærðinni 150x105 sm
Listasafn Reykjanesbæjar þakkar það traust sem því er sýnt með myndverka gjöf Íslandsbanka og mun safnið setja upp listaverkinn í anddyri Listasafns Reykjanesbæjar í nokkra daga svo íbúar Reykjanesbæjar geti kynnt sér gjöfina.
Hulda Hákon, er fædd árið 1956 og spannar myndlistaferill hennar um 40 ár. Öruggt er að halda því fram myndmál Huldu sé afar persónulegt, þar sem hún túlkar umhverfi og samfélag með gagnrýnum hætti á tungumáli myndlistarinnar. Myndlist Huldu sækir innblástur til sagnaarfs Íslendinga, samskiptahefðir og umhverfisvitund/neysluhyggju. Þannig leitast Hulda við skapa alþýðlegt andrúmsloft í myndsköpun sinni, þar sem áhorfandinn á auðvelt með að staðsetja sig í verkum listamannsins.
Jóhannes Kjarval þarf varla að kynna þar sem hann er frumkvöðull í íslenskri myndlistarhefð. Á heimsíðu Kjarvalsstaða segir um listamanninn: „Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885–1972) skipar sérstakan sess í íslenskri menningarsögu sem einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar. Hann var goðsögn í lifanda lífi og í augum margra persónugervingur hins rómantíska listamannabóhems. Rætur hans lágu í hinu íslenska bændasamfélagi, en líf hans og listsköpun tengist menningarlegri viðreisn þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar órjúfanlegum böndum. Hann er þekktastur fyrir túlkun sína á náttúrunni og sérstaklega fyrir þann dulúðuga myndheim sem birtist í verkum hans. Á löngum ferli Kjarvals sem listmálara helst sú grundvallarsýn hans óbreytt að náttúran sé lifandi þó að áherslurnar í verkum hans þróist og breytist.“
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)