Réttindafólki hefur fjölgað mikið

Réttindakennurum við grunnskóla Reykjanesbæjar hefur fjölgað úr 70% í 95% á síðustu 6 árum.
Markvisst hefur verið unnið að því að fjölga réttindakennurum við grunnskóla Reykjanesbæjar, sem lið í að bæta skólastarfið. Þau 5% sem upp á vantar eru ýmist starfsmenn með aðra framhaldsmenntun eða eru langt komnir með nám til kennararéttinda.

Grunnskólar í Reykjanesbæ eru sex talsins. Í öllum skólunum mælist mjög jákvæður starfsandi.  Góður starfsandi er að auki að skila mjög góðu starfi í skólunum um þessar mundir. 
Á mælikvarða samræmdra landseinkunna hefur t.d. Heiðarskóli í Reykjanesbæ verið undanfarin 5 ár í hópi 10 hæstu grunnskóla á landinu á samræmdum prófum.