- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Föstudagskvöldið 8. október er komið að liði Álftaness og Reykjanesbæjar að keppa í Útsvari.
Álftanes teflir fram sama liði og í fyrra og mæta því Gunnsteinn Ólafsson, Edda Arinbjarnar og Einar Sverrir Tryggvason öll aftur til leiks.
Það sama á við Reykjanesbæ en þar koma á ný Baldur Guðmundsson, Theodór Kjartansson og Hulda G. Geirsdóttir í sjónvarpssal.
Það verða því þaulvanir keppendur og kunnugleg andlit á skjánum í Útsvari í beinni útsendingu næstkomandi föstudagskvöld.
Ekki missa af Útsvari strax á eftir Kastljósi.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)