Reykjanesbær auglýsir stöður sviðsstjóra vegna skipulagsbreytinga

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 27. janúar sl. tillögu að skipulagsbreytingum á stjórnkerfi bæjarins. Í þeim breytingum sem nú hafa verið samþykktar felst m.a. að sviðum bæjarins verður fækkað úr sjö í fimm. Mynduð verða þrjú fagsvið sem öll fá aukin verkefni og til verða tvö stoðsvið sem ætlað er að efla starfsemina og styrkja form og virkni miðlægrar þjónustu þvert á fagsvið bæjarins.

Vegna þessarra skipulagsbreytinga auglýsir Reykjanesbær nýjar stöður sviðsstjóra. Um er að ræða sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, fjármálasviðs, fræðslusviðs, velferðarsviðs og umhverfissviðs. Auk þess er auglýst staða hafnarstjóra. Allar stöður heyra beint undir bæjarstjóra.
 
Nánari upplýsingar um starfssviðin, menntunar og hæfniskröfur fyrir hvert starf má sjá á heimasíðu Capacent, Þar er jafnframt hægt að sækja um störfin.
 
Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar n.k.