- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Fimmtudaginn 10. október síðastliðinn hlaut Reykjanesbær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu. Kolbrún Sigtryggsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Reykjanesbæ, tók við viðurkenningunni fyrir hönd sveitarfélagsins í hátíðarsal Háskóla Íslands, þar sem sveitarfélög, fyrirtæki og opinberir aðilar voru heiðraðir fyrir framúrskarandi árangur í jafnréttismálum.
Jafnvægisvogin miðar að því að jafna kynjahlutföll í framkvæmdarstjórnunarstöðum fyrirtækja og stofnana, og á þessu ári fengu 130 þátttakendur viðurkenningu fyrir að ná markmiðinu um 40/60 kynjahlutfall. Reykjanesbær var eitt af fimmtán sveitarfélögum sem hlaut viðurkenningu fyrir að ná þessum árangri, sem endurspeglar markmið bæjarins til jafnréttis og fjölbreytileika!

Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)