- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar stóðu sig að venju vel í undankeppni skólahreysti og röðuðu sér í efstu sætin í sínum riðli. Heiðarskóli varð efstur í riðlinum og komst því beint í úrslit. Holtaskóli varð í öðru sæti og komst því einnig áfram því reglur keppninnar segja fyrir um að tvö efstu silfurliðin úr riðlakeppninni fari einnig áfram en Holtaskóli var langefsta silfurliðið.
Í ár líkt og í fyrra verður Reykjanesbær því með tvo skóla í úrslitakeppni skólahreysti. Að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar fræðslustjóra næst svona árangur einungis með þrotlausri vinnu og miklum metnaði í skólunum þar sem kennarar og nemendur leggjast á eitt um að ná árangri.
Myndina tók Einar Hannesson.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)