Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Theodór S. Sigurbergsson handsala samninginn.
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Theodór S. Sigurbergsson handsala samninginn.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Theodór S. Sigurbergsson frá GrantThornton skrifuðu í morgun undir fimm ára samning um endurskoðun Reykjanesbæjar, Reykjaneshafnar og Eignarhaldsfélags Suðurnesja.

Eins og greint var frá í byrjun viku framkvæmdi Ríkisendurskoðun örútboð fyrir Reykjanesbæ í endurskoðun bæjarins og áðurnefndra stofnana/félaga bæjarins. Samningurinn gildir til fimm ára og er sparnaður sem af honum hlýst um 20 milljónir króna, að sögn Jóns Inga Benediktssonar innkaupastjóra Reykjanesbæjar.

Sjá fyrri frétt um málið.