Reykjanesbær semur við Securitas

Reykjanesbær hefur, að undangengnu útboði, samið við Securitas Reykjanesi um vöktun öryggiskerfa í öllum stofnunum og fyrirtækjum Reykjanesbæjar. Samningurinn er til þriggja ára og nær til rúmlega 60 kerfa í 44 byggingum Reykjanesbæjar. Kerfin verða tengd Stjórnstöð Securitas en öryggisverðir Securitas Reykjanesi munu sinna útköllum og viðbragðsafli ef boð berast úr kerfunum. Á meðfylgjandi mynd má sjá Guðlaug Helga Sigurjónsson, framkvæmdastjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar og Kjartan Má Kjartansson, framkvæmdastjóra Securitas Reykjanesi við undirritun samningsins ásamt Árna Gísla Árnasyni, öryggisráðgjafa Securitas Reykjanesi og Guðmundi Guðbjörnssyni frá Rafmiðstöðinni, sem sá um framkvæmd útboðsins.

Hjá Securitas Reykjanesi starfa nú um 30 starfsmenn þ.e. öryggisverðir, tæknimenn, öryggisráðgjafar og framkvæmdastjóri.