- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja landssöfnunina Vinátta í verki vegna hamfaranna í Grænlandi um 200.000 krónur. Flóðbylgja skall á grænlenska þorpinu Nuugattsiaq með þeim afleiðingum að fjórir fórust og ellefu hús gjöreyðilögðust. Talsmaður söfnunarinnar er Hrafn Jökulsson.
Hrafn hefur á undanförnum vikum leitað til sveitarfélaga og hvatt þau til að sýna eins mikinn myndarskap og efni leyfa. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa verið að bregðast við, Reykjanesbær í morgun. Með söfnuninni vill Hrafn að Íslendingar sendi Grænlendingum skýr og kærleiksrík skilaboð um samstöðu og vináttu.
Vinátta í verki er með heimasíðu, styrktarsíma og styrktarreikning þannig að allir geta lagt söfnuninni lið.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)