Reykjanesbær styrkir Vináttu í verki um 200 þúsund krónur

Horft yfir Reykjanes frá Tjarnarbakka í Innri Njarðvík.
Horft yfir Reykjanes frá Tjarnarbakka í Innri Njarðvík.

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja landssöfnunina Vinátta í verki vegna hamfaranna í Grænlandi um 200.000 krónur. Flóðbylgja skall á grænlenska þorpinu Nuugattsiaq með þeim afleiðingum að fjórir fórust og ellefu hús gjöreyðilögðust. Talsmaður söfnunarinnar er Hrafn Jökulsson.

Hrafn hefur á undanförnum vikum leitað til sveitarfélaga og hvatt þau til að sýna eins  mikinn myndarskap og efni leyfa. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa verið að bregðast við, Reykjanesbær í morgun. Með söfnuninni vill Hrafn að Íslendingar sendi Grænlendingum skýr og kærleiksrík skilaboð um samstöðu og vináttu. 

Vinátta í verki er með heimasíðu, styrktarsíma og styrktarreikning þannig að allir geta lagt söfnuninni lið.