Reykjaneshöllin fagnar 10 ára afmæli 19. febrúar nk.
Reykjaneshöllin fagnar 10 ára afmæli 19. febrúar nk.

Föstudaginn 19. febrúar 2010 eru 10 ár frá því að Reykjaneshöllin fyrsta fjölnota húsið með yfirbyggðum knattspyrnuvelli á Íslandi var tekið í notkun. Óhætt er að segja að með tilkomu Reykjaneshallarinnar hafi verið markað spor í knattspyrnusögu Íslands. Fljótlega eftir að Reykjaneshöllin opnaði fóru önnur bæjarfélög að huga að byggingu slíkra húsa sem eru núna 9 að tölu og flest á höfuðborgarsvæðinu.

Á þessu 10 ára tímabili hafa hátt í 800 þúsund iðkendur komið í Reykjaneshöllina. Eldri borgarar nýta húsið á morgnana til göngu og frá 2001 hafa um 81 þúsund eldri borgarar nýtt sér aðstöðuna sér til heilsubótar.

Fjölmargir viðburðir hafa verið í Reykjaneshöllinni á þessum áratug. Má þar nefna Íslandsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum, Kristnitökuhátíð, bílasýningar, öskudagsskemmtanir, þrettándagleði og sjómannadagsskemmtun. Þá hafa félög verið dugleg að nýta sér salarkynni á efri hæð m.a. fyrir leikfimi aldraðra, jóga og til fundahalda hjá stjórnum og foreldrafélögum knattspyrnudeildanna.

Á þessu tímabili hafa farið fram 1222 opinberir knattspyrnuleikir í deildarbikar og Faxaflóamótum. Auk þess var gerður samningur við KSÍ um afnot fyrir leiki og æfingar allra landsliða. Þar fyrir utan eru fjölmargir æfingarleikir í öllum flokkum.

Umræða um byggingu fjölnota húss í Reykjanesbæ hófst þann 18. nóvember 1995 er íþróttaráð Reykjanesbæjar gerði tillögu til bæjarstjórnar um að bygging fjölnota húss eða gervigrasvöllur við Hringbraut yrði sett á framkvæmdaáætlun bæjarins fyrir árið 1996. Gert var ráð fyrir svokölluðu Electrolux dúkhúsi. Bæjarstjórn hafnaði þessum hugmyndum, en lét þess getið að ef farið yrði í byggingu á slíku húsi yrðu aðrir kostir og varanlegri notaðir. Í framhaldi var unnið að verkefninu í samstarfi við Mannvirkjanefnd KSÍ og fulltrúar bæjarins fóru til Noregs og Danmerkur að skoða slík hús

Þann 11. desember 1996 hélt Mannvirkjanefnd KSÍ í samvinnu við íþróttaráð kynningarfund í Njarðvíkurskóla þar sem bæjarfulltrúar og forsvarsmenn knattspyrnumála í bænum mættu. Áfram var unnið að málinu sem endaði með því að 30. maí 1999 tóku þau Birgir Valdimarsson og Magdalena Jóhannsdóttir þá fimm ára fyrstu skóflustunguna. Ári síðar eða 19. febrúar 2000 var húsið vígt.

Starfsmenn Reykjaneshallar eru þrír og hafa tveir þeirra starfað &iac