- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Í dag eru 10 ár liðin frá því að Reykjaneshöllin, fyrsti yfirbyggði knattspyrnuvöllurinn á Íslandi var tekin í notkun.
Af því tilefni er boðið til afmælishátíðar í höllinni þar sem gestum og gangandi verður boðið upp á kleinur frá kl. 8:00 - 11:00 og hægt verður að fylgjast með úrslitaleikjum í afmælismóti Reykjaneshallarinnar.
Óhætt er að segja að með tilkomu Reykjaneshallarinnar hafi verið markað spor í knattspyrnusögu Íslands en fljótlega eftir að Reykjaneshöllin opnaði fóru önnur bæjarfélög að huga að byggingu slíkra húsa sem eru núna 9 að tölu og flest á höfuðborgarsvæðinu.
Á
þessu tímabili hafa hátt í 800 þúsund iðkendur komið í Reykjaneshöllina. Þess má geta að eldri borgarar nýta húsið á morgnana til göngu og frá árinu 2001 hafa um 81 þúsund þeirra nýtt sér aðstöðuna til heilsubótar.
Hægt verður að skoða umfjöllun um Reykjaneshöllina þegar hún var tekin í notkun á efri hæð hallarinnar á afmælishátíðinni.
Gestir geta skoðað umfjöllun um Reykjaneshöllina í upphafi á efri hæð byggingarinnar.
Dagskrá
Kl. 08.00 - 11.00 Kaffi og kleinur fyrir gesti og gangandi
Kl. 17.00 Njarðvík - Reynir
Leikur um þriðja sætið á afmælismóti Reykjaneshallar
Kl. 20.00 Keflavík - Grindavík
Úrslitaleikur á afmælismóti Reykjaneshallar
Verðlaunaafhending í leikslok: GS
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)