Frá rithöfundaheimsókn.
Frá rithöfundaheimsókn.

Dagbjört Ásgeirsdóttir leikskólakennari og barnabókarithöfundur kom í heimsókn á nokkra leikskóla í Reykjanesbæ í síðustu viku og las upp úr bókum sínum Gummi fer með afa á veiðar og Gummi og úrilli dvergurinn.

Börnin  skemmtu sér vel, voru áhugasöm um bækurnar og efni þeirra  og spurðu meðal annars um hvernig maður yrði rithöfundur.