- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur, var ráðinn til að rita sögu Keflavíkur 1949-1994. Hann hóf störf um síðustu áramót. Árni hefur vinnuaðstöðu hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar í Ramma.
Árni Daníel stundaði sagnfræðinám við Háskóla Íslands frá 1984 og lauk þaðan MA-námi 1991. Árið 1993 hóf hann doktorsnám við Kaupmannahafnarháskóla og lauk þaðan doktorsprófi 1997. Þá hóf hann ásamt fleirum vinnu að því að byggja upp Reykjavíkur Akademíuna og sat í fyrstu stjórn hennar 1997-1999. Hann sinnir enn verkefnum við Reykjavíkur Akademíuna meðfram starfi sínu sem sérfræðingur við Háskóla Íslands. Árni Daníel ritstýrði með öðrum og ritaði að hluta Íslenskan söguatlas 1.-3. bindi, sem út kom 1989-1993. Hann ritstýrði Landbúnaðarsögu Íslands 1.-4. bindi sem kom út 2013, og ritaði þar 1. og 2. bindið.
Árni Daníel mun öðru hvoru miðla sögumolum á vef Byggðasafnsins.
Með því að smella hér opnast vefur Byggðasafns Reykjanesbæjar
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös