Rokkstokk
Rokkstokk

Rokkstokk, hljómsveita- og tónlistarkeppni fyrir ungt tónlistarfólk á aldrinum 13 - 25 ára verður haldin í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ laugardaginn 20. febrúar klukkan 17.00.

Keppnin er nú haldin á ný eftir 10 ára hlé og verður hún unnin í samstarfi við Rás 2 sem tekur hana upp og flytur í útvarpsþættinum Skúrnum.

Rokkstokk er samstarfsverkefni Samsuð (samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) og styrkt af menningarráði Suðurnesja.

Meðal verðlauna eru upptökutímar frá Geimsteini, verðlaun frá Tónastöðinni og margt fleira.

Kynnar verða Sigfús Jóhann Árnason og Davíð Már Gunnarsson.

Miðaverð er 500 krónur.