Rýmingaráætlanir tilbúnar

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar

Fyrsta útgáfa af innri rýmingaráætlunum fyrir stofnanir Reykjanesbæjar eru nú tilbúnar ásamt rýmingaráætlun fyrir sveitarfélagið . Þessar áætlanir verða virkjaðar ef svo ólíklega vill til að grípa þurfi til bráðarýmingar vegna náttúruhamfara.

Stjórnendur og aðrir sem gegna ábyrgðarhlutverkum hafa fengið kynningu og þekkja sitt hlutverk. Áður höfðu stofnanir gert rýmingaráætlanir vegna eldsvoða og annarrar vár sem kallar á skjóta rýmingu húsnæðis. Eldgos á því svæði sem nú er talið líklegast er fjarri Reykjanesbæ og kallar ekki á skjót viðbrögð íbúa. Það sem mikilvægast er fyrir fólk á svæðinu er að halda ró sinni og fylgjast með fréttum, sérstaklega hvað varðar loftmengun og öskufall.