Safnahelgi á Suðurnesjum 24. - 25. mars

Það er alltaf eitthvað áhugavert að skoða á Safnahelgi á Suðurnesjum.
Það er alltaf eitthvað áhugavert að skoða á Safnahelgi á Suðurnesjum.

Söfn á Suðurnesjum hafa tekið höndum saman um að bjóða í fjórða sinn upp á sameiginlega dagskrá helgina 24. – 25. mars n.k. Söfn, setur og sýningar á svæðinu eru mörg og fjölbreytt og því verður margt á döfinni og fjölbreytt dagskrá. Auk þess eru ýmis gallerí opin þar sem handverk og listmunir eru til sýnis. Athygli er vakin á því að ókeypis er inn á öll söfnin og þá dagskrá sem er í boði. Fulltrúar allra sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum hafa unnið sameiginlega að undirbúningi dagskrárinnar og er verkefnið stutt af Menningarráði Suðurnesja auk framlags sveitarfélaganna sjálfra. Dagskrána má sjá alla á safnahelgi.is og einnig á vef bæjarfélaganna fimm.

Dagskrá Reykjanesbæjar

Víkingaheimar, Víkingabraut 1, opið laugardag og sunnudag kl. 12.00-17.00.
Margar sýningar í gangi, nýjar og endurnýjaðar og fleiri í undirbúningi.
°Víkingaskipið Íslendingur sem sigldi til Ameríku árið 2000 og ýmsir gripir tengdir siglingunni.
°Víkingar Norður Atlantshafsins, sýning um siglingar og landnám norrænna manna sem unnin var í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum.
°Landnám á Íslandi, merkar fornleifar af Suðurnesjum. Á sýningunni má m.a. sjá gripi úr Hafurbjarnarkumlinu og nýjustu fornleifarannsókninni í Vogi Höfnum.
°Örlög goðanna, sýning um norræna goðafræði. Heimsmynd víkinganna er þarna sett fram á listilegan máta þar sem frásögn, myndlist og tónlist fléttast saman á nýstárlegan hátt. Í sýningunni eru raktar ýmsar þekktustu sögur af norrænu goðunum með aðstoð einstakra leikmynda eftir listakonuna Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, tónlist eftir Hilmar Örn allsherjargoða ásamt hljóðleiðsögn sem Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur hefur tekið saman og er lesinn upp af völdum hópi.
Víkingar og fleiri góðir gestir koma í heimsókn. Börnin geta klæðst víkingabúningum.


Listasafn / Duushús, Duusgata 2-8, opið laugardag og sunnudag 13.00-17.00
Sýningin Tilvist. Listamaðurinn Jón Axel sýnir ný málverk og vatnslitamyndir.
Laugardagur kl. 16.00 formleg opnun á sýningunni, allir velkomnir. Í Bíósal Duushúsa er sýning á nýjum verkum úr safneign Listasafnsins.
Sjá reykjanesbaer.is/listasafn

Bátasafn / Duushús, Duusgata 2-8, opið laugardag og sunnudag 13.00-17.00
Bein útsending á risatjaldi af súluvarpinu í Eldey alla helgina. Rúmlega 100 bátalíkön og munir tengdir sjávarútvegssögu Íslendinga.

Sunnudagur kl. 14.00 fyrirlestur og myndasýning, Magnús Þór Hafsteinsson, höfundur bókarinnar Dauðinn í Dumbshafi - Íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði og sjóhernaður í N-Íshafi 1940-43, fjallar um efni bókarinnar og sýnir einstæðar kvikmyndir af Íshafsskipalestunum sem fóru til og frá Íslandi.

Byggðasafn / Duushús, Duusgata 2-8, opið laugardag og sunnudag 13.00-17.00
Sýningin Völlurinn, nágranni innan girðingar. Áhugaverð sýning um sögu Keflavíkurflugvallar þar sem áhersla er lögð á störf Íslendinga hjá varnarliðinu. Sýningin stendur út apríl mánuð en þá verður hún tekin niður.

Sunnudagur kl. 15.00 Fyrirlestur: Sigrún Ásta Jónsdóttir segir frá gerð sýningarinnar og varðveislu minja er tengjast herstöðinni. Brynja Aðalbergsdóttir kynnir niðurstöður MA ritgerðar sinnar um áhrif herstöðvarinnar á daglegt líf í Keflavík, ritgerðin nefnist: “Viltu biðja jólasveininn að gefa mér íslenskt nammi í skóinn”.

Bókasafn Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57
Laugardagur: 10.00-16.00. Fermingarminningar. Starfsfólk bókasafnsins rifjar upp fermingardaginn sinn í munum og myndum.

Orkuverið jörð, Reykjanesvirkjun, opið sunnudag kl. 12.30-15.30.
Sýningin rekur sögu orkunnar frá Miklahvelli að virkjun jarðhita á Íslandi. Sjá powerplantearth.is.

Listasafn Erlings Jónssonar, Grófinni 8 opið laugardag og sunnudag kl 14.00-17.00
Skúlptúrar og andlitsmyndir eftir Erling. Sögusýning Iðnaðarmannafélags Suðurnesja er einnig opin í sama húsnæði.

Skessan í hellinum. Svarti hellir við smábátahöfnina í Gróf, opið laugardag og sunnudag kl. 10:00 – 17:00. Skessa Herdísar Egilsdóttur er flutt til Reykjanesbæjar og býður gestum og gangandi að heimsækja sig í hellinn. Sjá skessan.is.

Rokkheimur Rúnars Júlíussonar, Skólavegi 12, opið laugardag og sunnudag 14:00 – 17:00. Sjá runarjul.is.

Iceglass, Grófinni 2, opið laugardag og sunnudag 11:00 – 18:00. Lifandi glerblástur – vinnustofa – gallerí. Sjá iceglass.is.

Jöklaljós, Grófinni 2, opið laugardag 13:00 – 17:00. Ævintýraland kertanna. Gallerí – vinnustofa. Sjá joklaljos.is.

Gallerí Svarta pakkhús, Hafnargötu 2, opið laugardag og sunnudag 13:00 – 17:00. Gler, leir, prjón, fatnaður, skrautmunir, skartgripir o.fl.

Raven Design, Fjósið í Koti, Sjávargötu 28, opið laugardag og sunnudag 13:00 – 17:00. Hugmyndir – hönnun – handverk. Sjá ravendesign.is.

Fjóla gullsmiður, Hafnargötu 21, opið laugardag kl.10:00 – 16:00. Handunnið skart. Sjá skart.is

Gallerí 8, Hafnargötu 26, opið laugardag kl 11:00 – 16:00. Íslensk hönnun, fatnaður, leðurvörur, skart, myndlist, gler o.fl.

Vatnsnes (gamla byggðasafnið), Vatnsnesvegi 8, opið laugardag og sunnudag 13:00-17:00. List- og handverksfólk býður gesti velkomna á vinnustofur. Margt áhugavert til sölu og sýnis.