- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Nú hafa aðgerðir vegna kórónuvírussins verið hertar aftur og ýmsar áskoranir framundan. Flest vorum við farin að sjá fyrir endann á óvissunni sem hertók vormánuði þessa árs.
Mörgum, ef ekki flestum, þykir erfitt að standa frammi fyrir þeirri raun að haustmánuðirnir gætu haft áframhaldandi óvissu og takmarkanir í för með sér. Á slíkum tímum er fátt mikilvægara en samstaða allra íbúa sem byggist á virkri þátttöku í að virða samfélagslegar reglur sem settar hafa verið á til þess að draga úr smitleiðum og vernda viðkvæma hópa.
Saman erum við sterkari, leggjumst öll á eitt til að tryggja sigur á baráttunni við skaðvaldinn
Áfram við!
Guðrún Magnúsdóttir
Lýðheilsufræðingur Reykjanesbæjar
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)