Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja: Haustfundur Heklunnar

Haustfundur Heklunnar verður í Hljómahöll fimmtudaginn 25. október.
Haustfundur Heklunnar verður í Hljómahöll fimmtudaginn 25. október.

Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja býður til árlegs haustfundar fimmtudaginn 25. október í Berginu, Hljómahöll kl. 12 – 13. Húsið opnar kl 11.45 með hádegissnarli. Að þessu sinni verður samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja umræðuefni haustfundar.

Dagskrá

  •  Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA
    – Samfélagsleg ábyrgð og IKEA
  • Skúli Skúlason, formaður Kaupfélags Suðurnesja
    – Í eigu samfélags
  • Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLK Reykjavík
    – Samfélagsleg áhrif nýsköpunarfyrirtækja

Sólmundur Hólm mun halda stemmningunni léttri.

Fundarstjóri er Fida Abu Libdeh framkvæmdastjóri GeoSilica.

Hér má sjá auglýsingu Heklunnar um haustfundinn