- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Ferlið er sáraeinfalt. Ef þú sérð hús eða fjölbýlishús sem þér finnst ástæða til að vekja athygli á fyrir flottar skreytingar, þá smellirðu mynd af húsinu og leggur götuheiti og númer á minnið. Síðan er farið á vefsíðuna Betri Reykjanesbær og myndinni hlaðið inn og götuheiti og númer sett í titil. Síðan smellið þið á hjartað til að greiða húsinu atkvæði.
Í ár ætlum við að kjósa um best skreytta húsið annars vegar og best skreytta fjölbýlishúsið hins vegar.
Hægt er að senda inn tilnefningar og kjósa til og með 19. desember næstkomandi. Afhending viðurkenninga fyrir best skreytta húsið og fjölbýlishúsið fer síðan fram í Aðventugarðinum á Þorláksmessu þar sem sigurvegarar fá einnig afhenta vinninga í boði Húsasmiðjunnar.
Hér fyrir neðan eru hlekkir fyrir besta skreytta húsið og fjölbýlishúsið á vefnum Betri Reykjanesbær.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)