Samkomulag um nýtingu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar undirritað

Frá undirrituninni í húsakynnum Stjórnarráðsins í dag, f.v. Elín, Kjartan Már, Bjarni og Magnús. Lj…
Frá undirrituninni í húsakynnum Stjórnarráðsins í dag, f.v. Elín, Kjartan Már, Bjarni og Magnús. Ljósmynd: Stjórnarráðið

Í dag var undirritað samkomulag, sem er nánari útfærsla viljayfirlýsingar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Markvisst hefur verið unnið að því að finna skipu­lagi og frek­ari upp­bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli og ná­grenni sem best­an far­veg.

Það voru Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri Isavia og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Í samkomulaginu segir að um nokk­urt skeið hafi Þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vall­ar ehf. (Kadeco), fyr­ir hönd rík­is­sjóðs, ásamt Reykja­nes­bæ, Suður­nesja­bæ og Isa­via unnið mark­visst að því að finna leiðir sem miða að því að finna skipu­lagi og frek­ari upp­bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli og ná­grenni sem best­an far­veg.

Aðilar sam­komu­lags­ins eru sam­mála um að land í ná­grenni flug­vall­ar­ins sé verðmætt og fyr­ir­séð að verðmæti þess muni aukast enn frek­ar. Gott skipu­lag sé for­senda þess að hægt verði að há­marka sam­fé­lags­leg­an ábata af nýt­ingu lands­ins og er skipu­lag á svæðinu því mik­il­væg­ur þátt­ur í vexti at­vinnu­starf­semi, sköp­un starfa og al­mennri efna­hagsþróun. Því þarf að tryggja að skipu­lag verði heild­stætt og land verði nýtt sem best óháð mörk­um skipu­lags­svæða sveit­ar­fé­laga og Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, að því er fram kem­ur í frétt á vef stjórnarráðsins, sem nálgast má hér.

Viljayfirlýsing um skipulag, þróun og hagnýtingu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar, frétt af vef stjórnarráðsins frá 26. júní 2019