Samningar við Öryggismiðstöðina og Eldvarnir

Þröstur Sigurðsson frá Lotu hf. Kjartan Már og Kristinn L. Einarsson og Sigurður A. Gíslason frá Ör…
Þröstur Sigurðsson frá Lotu hf. Kjartan Már og Kristinn L. Einarsson og Sigurður A. Gíslason frá Öryggismiðstöðinni

Nýlega skrifaði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar undir tvo samninga milli annars vegar Eldvarna ehf. um slökkvitækjaþjónustu og hinsvegar Öryggismiðstöðvarinnar um farandgæslu, fjargæslu og þjónustu viðvörunarkerfa. Samningarnir voru byggðir á útboðum sem Lota ehf annaðist. Samningarnir eru til fjögurra ára með heimild til að framlengja um tvisvar sinnum eitt ár.

Samningurinn við Eldvarnir ehf. hljóðar uppá tæpar 10 milljónir fyrir fjögurra ára þjónustu en kostnaðaráætlun var um 12,8 milljónir

Samningurinn við Öryggismiðstöðina hljóðar uppá tæpar 48 milljónir og kostnaðaráætlun var rúmar 56.4 milljónir fyrir fjögurra ára samning.

Kjartan Már og Jón Fannar frá Eldvörnum við undirritun